Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Reikningur er grunnskjal í viðskiptum og forsenda fyrir tekjum. Rafrænn reikningur er skjal á stafrænu sniði sem seljandi sendir kaupanda. Forsendur fyrir meiri sjálfvirkni hafa skapast og Ísland hefur nú tækifæri á að skipa sér í fremstu röð á sviði rafrænna viðskipta.
PDF-skjal í tölvupósti má kalla rafrænt en nýtir hvorki helstu kosti né hagræði af rafrænum viðskiptum, því kaupandinn getur ekki nýtt upplýsingarnar nema að meðhöndla þær handvirkt.
Helstu kostir rafrænna viðskipta gagnast báðum aðilum:
Birgjar njóta hagræðis af eftirfarandi þáttum:
Kaupendur njóta ávinnings af:
Staðlaráð Íslands hefur gefið út tækniforskrift fyrir rafræna reikninga TS 236:2018 sem uppfyllir evrópskar tækniforskriftir og leysir eldri vandamál tengd samhæfni innanlands. Að auki leiðir hún af sér nákvæmari meðhöndlun bókunarupplýsinga og tækifæri á betri samþættingu við pöntunarferilinn. Tækniforskriftin greiðir leið fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum til að njóta ávinnings af notkun rafrænna reikninga.
----------------------------------