Samtök rafverktaka og Staðlaráð undirrita samning um aðgengi að ÍST 30

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Samtök rafverktaka og Staðlaráð undirrituðu í dag samning um rafrænt aðgengi félagsmanna að ÍST 30- almennum útboðsskilmálum um verkframkvæmdir. Samningurinn er viðauki við samning sem gerður var í upphafi árs um rafrænt aðgengi sömu félagsmanna að ÍST 200 handbókinni, ÍST 150 og ÍST 151. Það má því með sanni segja að rafverktakar sem aðild eiga að SART séu vel settir með aðgengi að stöðlum sem þeir nota daglega í störfum sínum.

Menu
Top