Ný þýðing ISO 45001:2018

Ný þýðing á ISO 45001:2018, Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað, í formi frumvarps, hefur litið dagsins ljós hjá Staðlaráði Íslands. Frumvarpsdrögin voru auglýst 19. júní s.l. og frestur til að gera athugasemdir við það rennur út 20. september n.k.  

Í staðlinum eru tilgreindar kröfur sem varða stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað og veittar upplýsingar um notkun þess til að gera skipulagsheildum kleift að bjóða upp á örugga og heilsusamlega vinnustaði með því að koma í veg fyrir vinnutengda áverka og vanheilsu, svo og að bæta frammistöðu sína með forvirkum hætti. Staðlinum má beita í hvaða skipulagsheild sem er, sem vill koma á, innleiða og viðhalda stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað í því skyni að bæta öryggi og heilsubrigði á vinnustað, eyða hættum og lágmarka áhættu, nýta tækifæri og taka á frábrigðum. 

Athugsemdir við frumvarpið má senda með tölvupósti á stadlar@stadlar.is eða arnhildur@stadlar.is. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við það.  

 

Uppfært 20. september 2020. Frestur til að gera athugasemdir er liðinn. Frumvarpið er nú í staðfestingarferli og lítur dagsins ljós í Staðlabúðinni innan tíðar. 

Menu
Top