Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Við fordæmalausar aðstæður hefur Staðlaráð Íslands, að ósk Evrópusambandsins, tekið saman staðla sem varða kröfur til persónuhlífa og gert þá aðgengilega án endurgjalds. Stöðlunum er ætlað að auðvelda framleiðendum og innflytjendum að uppfylla grunnkröfur varðandi umhverfi, heilsu og öryggi sem gerðar eru til slíks búnaðar.
Beiðni ESB byggir einkum á því að framleiðendur persónuhlífa í Evrópu eru nú að bæta við vörulínur sínar og framleiðslu til að mæta mikilli þörf. Sama á við um innflytjendur þessa búnaðar, en þeir bera einnig ábyrgð á að búnaður sem þeir bjóða á íslenskum markaði uppfylli grunnkröfur. Grunnkröfurnar er að finna í reglugerð um gerð persónuhlífa nr. 728/2018. Í kröfunum felst meðal annars að persónuhlífar skuli merkja með CE-merkinu.
Eins og fram kom í fréttum hafa íslensk stjórnvöld samið um undaþágu við ESB um útflutningsbann á hlífðarbúnaði. Með því var aðgengi að persónulegum hlífðarbúnaði tryggt en það er lykilatriði í baráttunni við Covid-19.
Staðlaráð hefur einnig gripið til ráðstafana þannig að hluti starfsfólks vinnur nú að heiman, flestir fundir fara fram í gegnum fjarfundabúnað og starfsmenn skiptast á að taka vaktir á staðnum. Þjónusta Staðlaráðs er því óskert.
Aðgangur að stöðlum um persónuhlífar:
Framleiðendur og innflytjendur persónuhlífa geta sótt og skoðað staðla á eftirfarandi slóð:
Vefslóð: https://webviewerig.com/
Notandanafn: covid19@stadlar.is
Lykilorð: XK?JjkF7C
ATH. Heiti staðlanna eru á íslensku en meginmál þeirra á ensku.
Staðlar sem hafa verið gerðir aðgengilegir:
ÍST EN ISO 13688:2013 Hlífðarfatnaður - Almennar kröfur
ÍST EN ISO 10993-1:2009/AC:2010 Líffræðilegt mat á lækningatækjum - Hluti 1: Mat og prófun innan áhættustjórnunarkerfis
ÍST EN ISO 10993-1:2009 Líffræðilegt mat á lækningatækjum - Hluti 1: Mat og prófun innan áhættustjórnunarkerfis
ÍST EN ISO 374-5:2016 Hlífðarhanskar til að verjast hættulegum kemískum efnum og örverum - Hluti 5: Íðorðafræði og nothæfiskröfur varðandi áhættu vegna örvera
ÍST EN 14683:2019 Andlistgrímur við lækningar - Kröfur og prófunaraðferðir
ÍST EN 14605:2009+A1:2009 Hlífðarfatnaður til nota gegn fljótandi efnum - Nothæfiskröfur vegna fatnaðar með vökvaþéttum (gerð 3) eða úðaþéttum (gerð 4) samskeytum, þ.m.t. fatnaðar sem verndar aðeins hluta líkamans (gerð PB [3] og PB
ÍST EN 14126:2003+AC:2004 Hlífðarfatnaður - Nothæfiskröfur og prófunaraðferðir fyrir hlífðarfatnað gegn smitefnum
ÍST EN 13795-2:2019 Skurðstofuklæðnaður og dúkar - Kröfur og prófunaraðferðir - Hluti 2: Loftþéttur einangrunarklæðnaður
ÍST EN 13795-1:2019 Skurðstofuklæðnaður og dúkar - Kröfur og prófunaraðferðir - Hluti 1: Skurðstofudúkar og sloppar
ÍST EN 455-4:2009 Einnota hanskar fyrir heilbrigðisstofnanir - Hluti 4: Kröfur og prófanir til ákvörðunar á geymsluþoli
ÍST EN 455-3:2015 Einnota hanskar fyrir heilbrigðisstofnanir - Hluti 3: Kröfur og prófanir fyrir lífsamrýmanleika
ÍST EN 455-2:2015 Einnota hanskar fyrir heilbrigðisstofnanir - Hluti 2: Kröfur og eiginleikaprófun
ÍST EN 455-1:2000 Einnota hanskar fyrir heilbrigðisstofnanir - 1. hluti: Kröfur og þéttleikaprófun
ÍST EN 166:2001 Augnhlífar - Forskriftir
ÍST EN 149:2009+A1:2009 Öndunarfærahlífar - Hálfgrímusíur til varnar gegn ögnum - Kröfur, prófun, merking