Leiðbeiningar um hringrásarhagkerfi

Dönsku staðlasamtökin (Dansk standard) hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar um hringrásarhagkerfið og gögn. Að umbreyta frá línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi getur verið flókin og yfirgripsmikil vegferð. Leiðbeiningar eins og þær sem Dansk Standard hefur gefið út eru skrifaðar af sérfræðingum í Danmörku frá fyrirækjum og stofnunum. Þær geta því reynst gagnlegar fyrir þá sem eru að huga að þessu, hvort sem er fyrir þá sem eru að byrja eða lengra komna.  

Það sem leiðbeiningarnar innihalda eru:

  • Kynning á hringrásarhagkerfi og hringlaga virðiskeðjum
  • Kynning á gögnum í hringlaga virðiskeðju
  • Góðar leiðir til að nota gögn til að styðja við hringrásarhagkerfið
  • Innsýn í viðeigandi staðla innan hringlaga hagkerfis og gagna
  • Yfirlit yfir viðeigandi reglugerðir ESB

Leiðbeiningarnar eru á dönsku.

Einnig héldu Dansk standard ágætt webinar sem hægt er að nálgast hér að neðan í spilara. Leiðbeiningarnar má svo nálgast HÉR og eru þær gjaldfrjálsar. 

 

Menu
Top