Eru snjallstaðlar framtíðin?

Á kynningarfundi CEN-CENELEC nýlega kom fram að staðlar í framtíðinni verða á xml formi í stað pdf og innan fárra ára munu ritstjórar við staðlagerð geta snjallvætt nýja staðla. Xml væðing staðlagerðar leiðir til enn markvissari vinnubragða við uppsetningu og úrvinnsu athugsemda í vinnsluferli staðla.

Verði allir staðlar snjallvæddir er auðvelt að ímynda sér allt aðra nálgun notenda á stöðlum en áður. Því miður er ekki komin tímaáætlun um að snjallvæða núgildandi staðla en það verður varla, sökum umfangs, gert nema með hjálp gervigreindar og eru pilotverkefni í gangi á þeim vettvangi.

Samhliða snjallvæðingu þurfa staðlastofnanir að endurhanna tekjulíkön sín til að taka tillit til nýrrar kynslóðar aðgengis að stöðlum. Sem sagt spennandi tímar framundan og reikna má með fleiri fréttum um xml- og snjallvæðingu staðla á næstu árum.

Höfundur: Guðmundur Valsson, ritari Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni

Menu
Top