Haustfundur RST - Nýjungar á rafmagnssviði

Haldinn var haustfundur Rafstaðlaráðs sem samlokufundur í samstarfi við Verkfræðingafélagið í húsakynnum þeirra og á teams. Það mættu 25 í salinn og 55 voru á teams. Yfirskrift fundarins var svolítið bland í poka en erindin voru góð. Birgir Ágústsson hjá HMS rakti ástæður fyrir sölubanni á Easee bílhleðslustöðvum en þar kom hlíting við staðla, skjalfesting á lausnum sem ekki fylgja stöðlum og CE samræmisyfirlýsing við sögu. Því máli var lokið með sátt milli Reykjafells og HMS. Embla Einarsdóttir rakti sögu Straumlindar og helstu áskoranir við að koma nýr inn á raforkusölumarkað. En samkvæmt Emblu á markaðurinn enn eftir að læra á kosti tímaraðamælinga og tímaháðs raforkuverðs. Að endingu stiklaði Ómar Gíslason á nokkrum steinum í starfssemi Reykjafells, þ.e. frá því að greitt var fyrir vöru með fiski og fór yfir kröfu í IEC 60364-4-42 um AFDD – bilunastraumsrofa sem eiga að skynja snark og minni ljósboga.

Upptöku af haustfundi Rafstaðlaráðs 2023 má nálgast hér að neðan. 

Menu
Top