Haustfundur FUT - Hagnýting gervigreindar

FUT hélt vel sóttan Haustfund sinn 2. nóvember sem samlokufund í Verkfræðingahúsinu og á teams í samstarfi við Verkfræðingafélgið og félag tölvunarfræðinga. Alls vour 115 á fundinum þar af um 40 í salnum að Engjateigi 9.

Hafsteinn Einarsson, lektor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands fjallaði um Hagnýtingu á gervigreind í kennslu. Hafsteinn hefur rannsakað þessa notkun ásamt því að þurfa að takast á við úrlausnir nemenda sem hafa verið unnar, oft án fullnægjandi skilnings á efninu, með aðstoð gervigreindar.

Einfaldar reglur um notkun gerfigreindar innan fyrirtækja var heitið á erindi Svavars G. Svavarssonar - Global Security & Privacy Director – hjá Össuri. En ljóst er að margt ber að varast við notkun gervigreindar þegar höfundarvarið efni og viðskiptaleyndarmál og sjúklingaskrár, þótt það sé um margt mjög spennandi.

Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab fjallaði um Framfarir gervigreindar. Hann spáir mjög miklum breytingum á fjölmörgum sviðum með tilkomu gervigreindar.

Þór Jes Þórisson fór í upphafi fundar yfir starfssemi FUT og þakkaði fyrirlesurum og fundarmönnum við góðan fund.
Menu
Top