ÍST EN ISO/IEC 27001 og 27002 gefnir út í íslenskri þýðingu

Út eru komnir nýjar og þýddar útgáfur staðlanna:

  • ÍST EN ISO ISO/IEC 27001:2023 Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd – Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi og
  • ÍST EN ISO/IEC 27002:2022 Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd - Upplýsingaöryggisstýringar

Umsjón með þýðingu var í höndum tækninefndar FUT, TN-UPV, Tækninefnd um upplýsingaöryggi og persónuvernd, formaður nefndarinnar er Ólafur Róbert Rafnsson. Þýðingin er birt síða á móti síðu íslensk og ensk síða. Staðlarnir eru grundvallarstaðlar í upplýsingaöryggi og víða til þeirra vísað í opinberum kröfum um upplýsingaöryggi. Sífellt fleiri skipulagsheildir ákveða að taka upp staðlana og/eða láta votta stjórnunarkerfi sín eftir 27001 með notkun á stýringum sem eru í 27002. En 27002 hefur farið í gegnum gagngerar breytingar til að auðvelda notkun hans og eins hefur nokkrum stýringum verið bætt við frá fyrri útgáfu. Þýðingar staðlanna munu efalaust auðvelda notkun þeirra og tryggja samræmi í íslenskri hugtakanotkun hjá notendum.

 


Menu
Top