Leiðbeiningar um kolefnisjöfnun

Kolefnisjöfnun er að ryðja sér til rúms sem veigamikill þáttur í loftslagsaðgerðum fyrirtækja hér á landi sem og víðar. Í flestum tilvikum hafa fyrirtæki þó ekki staðið rétt að því að kolefnisjafna sig og því þörf á frekari leiðbeiningum. Staðlaráð Íslands sem stóð að útgáfu tækniforskriftar um kolefnisjöfnun hefur nú gefið út leiðbeiningarrit um kolefnisjöfnun og eru þær gjaldfrjálsar. Leiðbeiningar þessar eru skrifaðar til einföldunar fyrir bæði fyrirtæki sem vilja mæla sína losun og fara í þá vegferð að kolefnisjafna rekstur sinn og fyrir þá sem standa að verkefnum eins og skógrækt eða endurheimt votlendis og vilja gefa út kolefniseiningar til sölu á svokölluðum valkvæðum kolefnismarkaði. 

Leiðbeiningarnar koma á engan hátt í stað ÍST TS 92 - Kolefnisjöfnun eða ÍST EN ISO 14064 heldur eingöngu ætlaðar til frekari útskýringa eða einföldunar. Ætli fyrirtæki eða loftslagsverkefni að fá vottun á sínar aðgerðir þarf að fylgja eftir kröfum í tækniforskrift og staðli í einu og öllu. Mikilvægt er að gera greinarmun á eðli þessara skjala.  

Leiðbeiningar má nálgast HÉR

 

Menu
Top