Þjóðarviðaukar

Við hönnun mannvirkja hérlendis skal nota evrópsku þolhönnunarstaðlana (Eurocodes) ásamt íslenskum þjóðarviðaukum. Þannig, og aðeins þannig, teljast kröfur byggingarreglugerðar uppfylltar.

Í þjóðarviðaukunum má meðal annars finna:

  • Tölugildi sem gilda hérlendis, ef nota á önnur gildi en koma fram í evrópsku þolhönnunarstöðlunum.
  • Tilvísanir í ákveðna staðla eða leiðbeiningar eftir því sem við á.
  • Leiðbeiningar um notkun þjóðarviðaukanna eftir því sem við á.          
      Thjodarvidaukar _auglysing        

Í þjóðarviðukum er vísað í allar greinar þolhönnunarstaðlanna, Eurocodes, sem heimilt er að gera sérstaka viðbót við, einnig þær greinar sem látnar eru standa óbreyttar. Þannig á að vera skýrt bæði hvaða greinar innihalda sérákvæði og hvaða greinar gera það ekki.

Gefin hefur verið út bók sem inniheldur íslenska þjóðarviðauka við alla 58 evrópsku þolhönnunarstaðlana.

Þjóðarviðaukarnir eru eingöngu á ensku, eins og evrópsku þolhönnunarstaðlarnir sem þeir eiga við.

pdfSýnishorn úr bók með öllum íslensku þjóðarviðaukunum

  Panta bókina >>

Athugið!

Við hönnun mannvirkja hérlendis skal aðeins nota evrópsku þolhönnunarstaðlana ásamt íslensku þjóðarviðaukunum.

Felldir hafa verið úr gildi þolhönnunar-
forstaðlar, FS ENV Eurocodes, ásamt tilheyrandi þjóðarskjölum. Einnig danskir þolhönnunarstaðlar ásamt eftirfarandi séríslenskum stöðlum sem giltu með þeim:

- ÍST 12 Álagsforsendur (fallinn úr gildi)
- ÍST 14 Steinsteypuvirki (fallinn úr gildi)
- ÍST 15 Grundun (fallinn úr gildi)

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja