ÍST 51 Byggingarstig húsa

Með því að nota staðalinn ÍST 51 Byggingarstig húsa má tryggja að skilningur kaupenda og seljenda á ákvæðum samninga sem þeir gera um nýtt eða ófullbúið húsnæði sé hinn sami. - Notkun staðalsins getur sparað kaupendum og seljendum stórar fjárhæðir og miklar áhyggjur.

Farsæl fasteignaviðskipti með nýtt eða ófullbúið húsnæði

Neytendasamtökin fá reglulega inn á borð til sín mál sem varða fasteignaviðskipti og Staðlaráð fær oftsinnis upphringingar frá fólki sem er ósátt við afhendingu húsnæðis, þar sem kaupandi og seljandi eru ekki á einu máli um hvað átt var við til dæmis með því að húsnæðið skyldi afhendast tilbúið til innréttingar.

Hægt er að komast hjá flestum slíkum málum með því að nota ÍST 51. Staðallinn kostar lítið en getur ráðið úrslitum um farsæld viðskipta sem snúast um milljónir. Allir sem kaupa eða selja nýtt eða ófullbúið húsnæði ættu að verða sér úti um staðalinn og vísa í hann við gerð samninga.

Þeir sem nota staðalinn ÍST 51 Byggingarstig húsa í samningum vita hvað felst í því að húsnæði skuli afhendast tilbúið til innréttingar, svo dæmi sé tekið. Byggingarstig 5 er nákvæmlega skilgreint og tiltekið hvað skuli vera til staðar; frágangur skilveggja er tíundaður, frágangur lofta, lagna innanhúss, rafbúnaðar, varmaeinangrunar, svala, þaks, lóðar og fjölmargra annarra þátta. Allt er tilgreint sem þarf að vera klárt þannig að húsnæðið teljist tilbúið til innréttingar.

Pdf ÍST 51:2001 - Sýnishorn

Panta >>

Sjö Byggingarstig

Í staðlinum eru skilgreind sjö byggingarstig:

- Byggingarstig 1 - Byggingarleyfi
- Byggingarstig 2 - Undirstöður
- Byggingarstig 3 - Burðarvirki fullreist
- Byggingarstig 4 - Fokheld bygging
- Byggingarstig 5 - Tilbúin til innréttingar
- Byggingarstig 6 - Fullgerð án lóðarfrágangs
- Byggingarstig 7 - Fullgerð bygging

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja