ÍST 30

Bstr _kona _fliphor

Staðallinn ÍST 30 Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir fjallar um samskiptareglur milli þeirra sem kaupa verk og þeirra sem selja verk. Leitast er við að hafa framsetninguna eins skýra og einfalda og kostur er, en taka þó á þeim þáttum sem mestu máli skipta.

Í staðlinum segir meðal annars:

1.1.1 Skilmálarnir gilda um útboð verka, sbr. gr. 1.2.13, og um samninga um verk er þau hafa verið boðin út. Þeir gilda einnig um samninga um verk án útboðs, eftir því sem við getur átt.

1.1.2 Skilmálunum má beita, eftir því sem við getur átt, um útboð og samninga um smíði byggingarhluta.

1.1.3 Þegar undirverktaki leysir af hendi hluta þess verks, sem aðalverktakinn hefur tekið að sér fyrir verkkaupa, eiga skilmálarnir á sama hátt við um samskipti aðal- og undirverktaka, nema um annað hafi verið samið milli aðal- og undirverktakans. Gildi ákvæði staðalsins um samningssamband aðal- og undirverktaka, gilda ákvæði um verkkaupa þá um aðalverktakann, en ákvæði verktaka um undirverktakann.

 

Pdf Sýnishorn úr ÍST 30

Panta ÍST 30 >>

Vinsælasti staðallinn

ÍST 30 er sá séríslenski staðall sem mest er notaður hérlendis. Staðallinn kom fyrst út árið 1969 og hefur verið endurskoðaður nokkrum sinnum síðan, 1979, 1988, 1997, 2003 og nú síðast 2012.

Helstu nýmælin í núgildandi útgáfu eru þau að köflum staðalsins, sem eru sex talsins, er raðað í tímaröð, eftir framvindu verks.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja