ISO/IEC 27000

Tveir staðlar úr 27000-staðlaröðinni hafa verið gerðir að íslenskum stöðlum og þýddir á íslensku. Annars vegar er um að ræða staðallinn ÍST ISO/IEC 27001 Upplýsingatækni - Öryggistækni - Stjórnkerfi upplýsingaöryggis - Kröfur. Hins vegar staðalinn ÍST ISO/IEC 27002 Upplýsingatækni - Öryggistækni - Starfsvenjur fyrir stjórnun upplýsingaöryggis. - Staðlarnir eru fáanlegir á íslensku í Staðlabúðinni á vef Staðlaráðs.

Eins og heitið gefur til kynna, þá er fyrrnefndi staðallinn, ISO/IEC 27001, kröfustaðall. Síðarnefndi staðallinn, ISO/IEC 27002 felur aftur á móti í sér leiðbeiningar um stjórnun upplýsingaöryggis.


  Gorilla _110x 110pix -02                        

 

Handbók um ISO/IEC 27001 á ensku er hægt að panta hjá Staðlaráði Íslands. Upplýsingar í síma 520 7150.

Námskeið

Staðlaráð heldur almenn námskeið sem og sérnámskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þar á meðal er námskeiðið

Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001 - Lykilatriði, uppbygging og notkun.

MARKMIÐ námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir lykilatriðum staðlanna ISO/IEC 27002 og ISO/IEC 27001 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis í fyrirtækjum.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja