Stjórnun umhverfismála - ISO 14000

Árið 1993 var á vegum Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO stofnuð tækninefndin TC 207 Environmental management, sem var fengið það hlutverk að semja staðla um stjórnun umhverfismála. TC 207 skiptist í sex undirnefndir sem hver um sig hefur einn málaflokk til umfjöllunar:

  • Umhverfisstjórnunarkerfi

  • Umhverfisúttektir

  • Frammistöðumat í umhverfismálum

  • Líftímagreining

  • Orð og hugtök í umhverfismálum

  • Umhverfismerkingar

Meginmarkmiðið með stjórnun umhverfismála er að lækka kostnað fyrirtækja vegna umhverfismála og draga úr skaðlegum áhrifum fyrirtækja á umhverfið. Einnig að tryggja að lögum og reglugerðum um umhverfismál sé fylgt. 

Fyrirtæki sem taka upp umhverfisstjórnunarstaðla geta haft af því umtalsverðan ávinning:

  • Með því að nota umhverfisstjórnunarstaðla fá stjórnendur betri yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækisins. Yfirsýnin stuðlar að bættri stjórnun sem aftur leiðir til betri árangurs í umhverfismálum.

  • Umhverfisstjórnunarstaðlar auðvelda fyrirtækjum að uppfylla bæði frjálsar og lögbundnar kröfur í umhverfismálum.

  • Fyrirtæki sem koma á umhverfisstjórnunarkerfi öðlast bætta ímynd í augum kaupenda, stjórnvalda, hluthafa, lánastofnana og tryggingarfélaga sem líkleg til að leiða til bættrar afkomu.

  • Í fyrirtækjum sem nota umhverfisstjórnunarstaðla skapast forsendur til að draga mjög úr eftiliti og stuðla þannig að lægri kostnaði.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja