Líkan að umhverfisstjórnunarkerfi

Umhverfismálastefna

Stefnan þarf að hæfa fyrirtækinu og þeim umhverfisþáttum sem því tengjast. Hún felur í sér skuldbindingu um að fylgja lögum og reglugerðum og vinna að stöðugum umbótum og lágmörkun mengunar. Fyrirtækið setur sér markmið í umhverfismálum sem grundvallast á umhverfismálastefnunni. Umhverfismálastefnan þarf að vera aðgengileg almenningi. 

Áætlanagerð
Á grundvelli umhverfisúttektar þarf fyrirtækið að skilgreina hvaða umhverfisþættir tengjast því og hverjir þeirra hafa þýðingarmikil umhverfisáhrif. Fyrirtækið þarf að setja sér markmið um stöðugar umbætur varðandi veigamikla umhverfisþætti og leggja fram áætlun um hvernig þeim skuli náð.

Framkvæmd og rekstur
Stjórnendur þurfa að láta starfsfólki í té aðföng til að koma kerfinu á fót og halda því við. Skilgreina þarf ábyrgðarskiptingu og verksvið varðandi umhverfismál, greina þörf fyrir þjálfun og tryggja skilvirk samskipti, jafnt innan fyrirtækisins sem utan. Halda þarf uppi markvissri stýringu á starfsemi sem varðar veigamikla umhverfisþætti og skipuleggja viðbúnað og viðbrögð við neyðarástandi.

Prófanir og úrbætur
Með vöktun og mælingum á veigamiklum umhverfisþáttum er stöðugt fylgst með því að örugglega sé stefnt að settum markmiðum. Stöðugt þarf að meta hvort viðkomandi lögum og reglugerðum sé fylgt. Þegar frábrigði er greint þarf að grípa til ráðstafana sem eru í samræmi við stærð vandans. Reglulega þarf að gera úttekt á kerfinu. 

Rýni stjórnenda
Yfirstjórn fyrirtækisins þarf að kanna skilvirkni kerfisins út frá niðurstöðum umhverfisúttekta og skoða hvort nauðsynlegt sé að breyta stefnu og markmiðum vegna breyttra aðstæðna í ytra umhverfi. 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja