ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir

Kjarnastaðlarnir í ISO 9000 staðlaröðinni mynda eina heild. Þeir sem vilja vinna samkvæmt ISO 9000 gæðakerfi er ráðlagt að hafa kjarnastaðlana við höndina.

Eftirtaldir staðlar mynda kjarnastaðla ISO 9000 raðarinnar:

ISO 9000 inniheldur skilgreiningar á hugtökum eins og t.d. "gæði" og tryggir þannig að skilningur manna sé einn og hinn sami.

ISO 9001 fjallar um grunnkröfur til gæðakerfa og eftir honum er hægt að votta gæðakerfin.

ISO 9004 inniheldur leiðbeiningar um bættan árangur. "Alþjóðastaðall þessi veitir leiðbeiningar, sem miða að því að ná fram viðvarandi árangri hjá hverju því fyrirtæki sem starfar í flóknu, krefjandi og síbreytilegu umhverfi, með því að beita gæðastjórnunarnálgun."

ISO 19011 inniheldur leiðbeingar um stjórnun úttekta á stjórnunarkerfum af margvíslegu tagi.


ISO 9000 fjölskyldan - Ekki bara ISO 9001 

Kjarnastaðlarnir í ISO 9000 staðlaröðinni eru tiltölulega vel þekktir, ekki síst kröfustaðallinn sem vottað er eftir, ISO 9001 Gæðastjórnunarkerfi - Kröfur. Færri vita að fjölbreytt flóra stjórnunarstaðla tengjast gæðastjórnun, staðlar sem innihalda verðmætar upplýsingar og leiðbeiningar. Þar má t.d. nefna:

  • ISO 10002 Quality management - Customer satisfaction - Guidelines for complaints handling in organizations
  • ISO 10005 Quality management - Guidelines for quality plans
  • ISO 10006 Quality management - Guidelines for quality management in projects
  • ISO 10007 Quality management - Guidelines for configuration management
  • ISO/TR 10013 Guidelines for quality management system documentation
  • ISO 10014 Quality management - Guidelines for realizing financial and economic benefits
  • ISO 10015 Quality management - Guidelines for training

Í eftirfarandi bæklingi má sjá yfirlit yfir þessa staðla, ásamt leiðbeiningum og dæmum um notkun. - Staðlarnir eru allir fáanlegir hjá Staðlaráði Íslands, s. 520 7150. Einnig má senda pantanir á sala@stadlar.is

selection and use_forsida

Selection and use of the ISO 9000 family of standards >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja