ISO 9000 / ISO 14000

ISO 9000

ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir eru útbreiddustu staðlar sem Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO hafa gefið út. Fjöldi vottana samkvæmt ISO 9001 í heiminum er kominn yfir ellefu hundruð þúsund og vex hröðum skrefum. Vottuð fyrirtæki eru yfirleitt meðal þeirra framsæknustu á sínu sviði og senda vörur sínar á kröfuharða markaði. 

  Iso _froskur _110x 80pix -01              

 

 

 

ISO 14000

ISO 14000 staðlarnir fjalla annars vegar um umhverfisstjórnunarkerfi og mat á því og hins vegar um mat á umhverfisáhrifum í tengslum við vörur og lífferli vöru og þjónustu. Nokkrir umhverfisstjórnunarstaðlar hafa verið gefnir út sem íslenskir staðlar. 

Fáanlegir á íslensku og ensku

Staðlaráð hefur látið þýða á íslensku þrjá af fjórum svonefndum kjarnastöðlum í ISO 9000 röðinni. Staðlarnir eru afhentir hvort sem er á rafrænu sniði eða pappír og eru bæði á ensku og íslensku.

Sama á við um umhverfisstjórnunar-
staðalinn ISO 14001.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja