Áskrift að Rafmagnsöryggispakkanum

Rafrænn aðgangur að handbókinni ÍST HB 200 Raflagnir bygginga og staðlaröðinni ÍST HD 60364

Fyrirhugaðar breytingar á opinberum kröfum munu leiða til þess að staðallinn ÍST 200:2006 Raflagnir bygginga verður felldur úr gildi. Í reglugerð verður þá ekki lengur vísað í ÍST 200 heldur í staðla úr staðlaröðinni ÍST HD 60364 eða í handbókina ÍST HB 200:2020 Raflagnir bygginga. Handbókin er íslensk þýðing á stöðlunum.

Áskrift að Rafmagnsöryggispakkanum felur í sér rafrænan lesaðgang að nýjustu útgáfum handbókarinnar ÍST HB 200 Raflagnir bygginga og staðlaraðarinnar ÍST HD 60364. - Í þeirri staðlaröð eru 41 staðall sem samanlagt myndu kosta hátt á þriðja hundrað þúsunda kr. væru þeir keyptir stakir.

Rafræna handbókin ÍST HB 200 er uppfærð árlega að jafnaði með íslenskum þýðingum á nýjum stöðlum í staðlaröðinni ÍST HD 60364. Áskrifendur fá tilkynningu í hvert sinn sem uppfærslur verða í staðlaröðinni og þegar ný útgáfa handbókarinnar er gefin út. Uppfærslur handbókar og staðlaraðar birtast sjálfkrafa í lesaðgangi áskrifenda.

Skilmálar áskriftar (verð með vsk.)

  • Árgjald fyrir einn samtímanotanda: 37.200 kr.
  • Árgjald fyrir hvern samtímanotanda umfram einn: 12.400 kr.
  • Áskriftartímabil er eitt ár í senn.
  • Hægt er að segja upp áskrift hvenær sem er.
  • Áskrift er endurnýjuð sjálfkrafa hafi henni ekki verið sagt upp.
  • Tilkynningar um uppfærslur eru sendar í tölvupósti. 

Óska eftir áskrift að Rafmagnsöryggispakkanum >>

 

SÝNISHORNÍST HB 200:2020 - Handbók >>

ATH

Áskrift borgar sig!

  • Áskrift að Rafmagnsöryggispakkanum veitir þér aðgang að nýjustu útgáfu handbókarinnar ÍST HB 200 hverju sinni og nýjustu útgáfum staðla í staðlaröðinni ÍST HD 60364.
  • Áskrift tryggir að þú hefur ávallt tiltæk gildandi skjöl samkvæmt opinberum kröfum og nýjustu útgáfur á íslenskum þýðingum þeirra. - Rafræn handbók úreldist ekki.
  • Áskrift býður upp á rafræna leit í stöðlum og handbók og önnur þægindi sem fylgja rafrænum lesaðgangi. - Handbókin ein og sér er um 800 blaðsíður!
  • Áskrift fjármagnar reglulega endurnýjun handbókarinnar með íslenskum þýðingum á nýjum stöðlum.
Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja