Staðlar og staðlaraðir

Oft er talað um ISO 9000 og með því vísað til alþjóðlegu gæðastjórnunarstaðlanna í heild sinni. Hins vegar er till staðall sem heitir ISO 9000. Sá staðall er íðorðasafn. Kröfustaðallinn í ISO 9000-staðlaröðinni er ISO 9001. Þegar gæðakerfi eru vottuð, þá er það gert samkvæmt þeim staðli. 

Þegar talað eru um ISO 14000 er átt við umhverfisstjórnunarstaðla sem tilheyra þeirri staðlaröð. Kröfustaðallinn í röðinni heitir ISO 14001.

Stundum er talað um ISO 27000 og átt við staðlana sem tilheyra samnefndri staðlaröð, sérstaklega ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja