Orkustjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Í nóvember 2011 hófst á vegum Staðlaráðs Íslands verkefni um orkustjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, styrkt af Norræna nýsköpunarsjóðnum (NICE). Að verkefninu komu einnig staðlastofnanir í Noregi og Danmörku.

Ætlunin var að þróa hagnýt verkfæri í samvinnu við einstök fyrirtæki til að ná fram orkusparnaði með orkustjórnun. Fyrirtækin tóku þátt í vinnuhópi þar sem þau fengu ráðgjöf og fræðslu. Afrakstur verkefnisins liggur nú fyrir, þannig að reynsla þeirra sem tóku þátt í því getur nýst öðrum fyrirtækjum.

Afraksturinn í bæklingi og verkfærum

Bæklingurinn er fáanlegur á pappír hjá Staðlaráði. Vinsamlega hafið samband við Guðmund Valsson í síma 520 7150 eða með tölvupósti, gudval@stadlar.is.

Bæklinginn má einnig sækja á rafrænu sniði. 

PdfhnappurBæklingurInnleiðing orkustjórnunar í litlum og meðalstórum fyrirtækjum - Leiðbeiningar og stuðningsverkfæri

Verkfæri orkustjórnunar:

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja