Áhrif staðla á norrænt efnahagslíf

Ahrif stadla a efnahagslif

Ný rannsókn (2017-2018) sýnir að aukin notkun staðla hefur jákvæð áhrif á efnahagslega þróun á Norðurlöndum. Rannsóknin var gerð af norsku rannsóknafyrirtæki, Menon, í samstarfi við Oxford Research og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og náði til tæplega 1200 fyrirtækja á öllum Norðurlöndum. Þetta er í fyrsta sinn sem rannsókn á þýðingu staðla og efnahagslegum ávinningi af notkun þeirra er gerð á Norðurlöndum. 

Notkun staðla hefur stuðlað að:

  • 39% framleiðniaukningu og
  • 28% aukningu landsframleiðslu á árunum 1976-2014.

Útreikningar sýna að 0,7% árleg framleiðniaukning meðal norrænna fyrirtækja er til komin vegna staðlanotkunar.

 

Þrjár mikilvægustu ástæður þess að fyrirtæki og stofnanir innleiða notkun staðla í starfsemi sína eru að staðlar

  • auka aðgengi að mörkuðum,
  • auka gæði vöru og þjónustu og
  • auðvelda áhættustjórnun. 
 

73% svarenda segja ávinning af notkun staðla meiri en kostnaðinn við innleiðingu þeirra.

85% svarenda segja notkun staðla leiða til trausts og öryggis meðal viðskiptavina. 

 

Hér má sjá skýrsluna í heild (á ensku):

Forsida Nordic Market Study 2017-2018

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja