Stöðlun og staðlar

Staðlar létta þér lífið!

 • Fyrirtæki sem taka þátt í staðlastarfi eiga auðveldara með að laga vörur sínar að kröfum markaða og nýrri tækni.
   
 • Stöðlunarstarf eykur samkeppnishæfni fyrirtækja á heimamarkaði jafnt sem alþjóðlegum mörkuðum. 
   
 • Með virkri þátttöku í staðlastarfi geta fyrirtæki haft áhrif á markaðsþróun. Í krafti sérþekkingar sinnar geta fyrirtæki stuðlað að nýjungum, unnið sjónarmiðum sínum fylgi og tryggt að staðlar styðji við grundvallarstefnu sína.
   
 • Aðilar að Staðlaráði Íslands njóta afsláttarkjara í Staðlabúðinni.

 

Staðlar efla nýsköpun


Við nýsköpun þarf að ríkja jafnvægi milli samkeppni og samvinnu. Staðlar stuðla að slíku jafnvægi.


Tíu atriði sem staðlar gera fyrir nýsköpun:

 1. Staðlar koma nýjungum á framfæri 

  Staðlar ýta undir dreifingu á nýstárlegum vörum og þjónustu með því að efla traust milli framleiðenda og neytenda og stækka markaði.
   
 2. Staðlar auðvelda að afla nýrra markaða

  Staðlar geta tryggt samhæfni og samvirkni mismunandi vörutegunda og þjónustu. Neytendur njóta lægra vöruverðs.
   
 3. Staðlar tryggja gæði vöru

  Staðlar auka gæði vöru með notkun tækninýjunga og bestu aðferða sem völ er á hverju sinni, um leið og hugað er að öryggisatriðum.
   
 4. Staðlar styðja við rannsóknir

  Staðlar stuðla að samkeppni með því að jafna aðstöðu til rannsóknar- og þróunarstarfs og draga þar með úr kostnaði við rannsóknir og þróun.
   
 5. Staðlar auka sýnileika 

  Staðlar ryðja niðurstöðum rannsóknar- og þróunarstarfs braut út á markaði, draga úr kostnaði við framleiðslu og hindra notkun á óheimilum eða ófullnægjandi aðferðum.
   
 6. Staðlar greiða fyrir viðskiptum

  Staðlar styðja við útflutningsverslun með því að ryðja úr vegi tæknilegum viðskiptahindrunum á Evrópska efnahagssvæðinu og alþjóðlegum mörkuðum.
   
 7. Staðlar styrkja regluverk

  Íslenskir staðlar styðja við evrópska löggjöf. Með því að nota staðla geta íslensk fyrirtæki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til vöru á markaði Evrópska efnahagssvæðisins.
   
 8. Staðlar auka öryggi og umhverfisvernd

  Í stöðlum eru útlistaðar grundvallarkröfur, ekki aðeins til að tryggja öruggar og umhverfisvænar vörur, heldur einnig til að fyrirtækin geri öryggi, neytendavernd og umhverfismál að meginstefi í starfsemi sinni.
   
 9. Staðlar eru viðurkenndir víða

  Íslenskir staðlar eru nær allir Evrópustaðlar og veita því aðgang að markaði fimm hundruð milljóna manna í yfir 30 löndum.
   
 10. Staðlar stytta leiðina á markað

  Staðlastarf ýtir undir skjóta útbreiðslu nýrra vara og tækninýjunga. Stöðlun styttir leiðina frá hugmynd til alþjóðlegs markaðar.

 

 

 

 

 

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja