Gæðastefna Staðlaráðs Íslands

Tilgangur og gildissvið
 • Að tryggja að gæði þjónustu séu í samræmi við lögbundið hlutverk Staðlaráðs, væntingar samstarfsaðila og viðskiptavina.
Staðlaráð stuðlar að hagsæld í samfélaginu
 • með því að hvetja til staðlanotkunar
 • með því að deila nýrri þekkingu
 • með því að leysa flókin úrlausnarefni með hagsmunaaðilum
 • með framfylgd laga nr. 36/2003 og að uppfylla þjónustusamning við ANR

Staðlaráð er öflugur samstarfsaðili atvinnulífs, stjórnvalda og skólakerfisins
 • með virkri þátttöku í mótun framtíðarinnar
 • með því að vera sýnilegur samráðsvettvangur
 • með öflugri verkefnastjórn og tryggum verkferlum
 • með því að veita þjónustu sem uppfyllir kröfur hagsmunaaðila

Staðlaráð og fagsvið þess eru virkir þátttakendur í fjölþjóðlegu staðlastarfi hjá ISO, IEC, CEN og CENELEC
 • með því að uppfylla kröfur sem fylgja aðild slíkra samtaka sbr. rg. 1025/2012 og kröfur ISO og IEC
 • með stuðningi og eftirfylgni við þátttöku
Staðlaráð er rekið af fagmennsku með öryggi og hagkvæmni að leiðarljósi
 • með innleiðingu og vottun skv. ISO 9001
 • með stöðugum umbótum og rýni
 • með traustri fjármálastjórn
Staðlaráð veitir viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu
 • með góðu aðgengi að upplýsingum, stöðlum og ráðgjöf
 • með stöðugum umbótum og rýni á gæði þjónustu
Starfsfólk Staðlaráðs er traustur kjarni fólks
 • með góða og viðeigandi menntun
 • með ríka þjónustulund og áræðni að leiðarljósi og tekst á við áskoranir með hagsmunaaðilum

Vottunarmerki
VOTTAÐ GÆÐASTJÓRNUNARKERFI

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja