Aðild

Aðild að Staðlaráði borgar sig

Hægt er að sækja um aðild að Staðlaráði hér

 

 • Fyrirtæki sem taka þátt í staðlastarfi eiga auðveldara með að laga vörur sínar að kröfum markaða og nýrri tækni.
   
 • Stöðlunarstarf eykur samkeppnishæfni fyrirtækja á heimamarkaði jafnt sem alþjóðlegum mörkuðum. 
   
 • Með virkri þátttöku í staðlastarfi geta fyrirtæki haft áhrif á markaðsþróun. Í krafti sérþekkingar sinnar geta fyrirtæki stuðlað að nýjungum, unnið sjónarmiðum sínum fylgi og tryggt að staðlar styðji við grundvallarstefnu sína.

Fyrirtæki, stofnun eða félag sem gerist aðili að Staðlaráði Íslands

 • leggur sitt af mörkum til að efla staðlastarf á Íslandi, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf og íslenskan almenning,
   
 • nýtur afsláttarkjara við kaup á íslenskum stöðlum,
   
 • fær ókeypis frumvörp að flestum íslenskum stöðlum á umsagnartíma,
   
 • hefur tækifæri til að taka þátt í gerð íslenskra staðla,
   
 • getur fylgst með og/eða tekið þátt í evrópskri og alþjóðlegri staðlagerð,
   
 • hefur ávallt aðgang að nýjustu upplýsingum um gildandi og væntanlega staðla, íslenska sem alþjóðlega,
   
 • getur haft áhrif á staðlastarf á þeim fagsviðum sem skipta það mestu máli,
   
 • getur tekið þátt í að móta stefnu í staðlamálum, með því að koma hagsmunamálum sínum á framfæri innan Staðlaráðs eða fagstaðlaráða þess,
   
 • hefur atkvæðisrétt á aðalfundi Staðlaráðs og þar með áhrif á stærstu ákvarðanir þess.

 

Fyrirtæki, stofnun eða félag sem gerist aðili að Staðlaráði Íslands

 • velur hvort það vill láta aðildargjald sem það greiðir renna til almennrar starfsemi Staðlaráðs eða til eins eða fleiri fagstaðlaráða Staðlaráðs,

 • samþykkir að starfa samkvæmt starfsreglum Staðlaráðs og viðkomandi fagstaðlaráðs eða -ráða, eins og við á,

 • greiðir árlegt aðildargjald samkvæmt ákvörðun aðalfundar Staðlaráðs. Núverandi aðildargjöld eru samkvæmt töflunni hér að neðan.

   

Flokkur
1

Flokkur
2

Flokkur
3

Flokkur
4
Ráðuneyti      
   200.000
 
Ríkisstofnanir Starfsm. færri en 20 95.000      
Starfsm. 21-50     147.000    
Starfsm. fleiri en 50        200.000  
Fyrirtæki, hálfopinberar stofnanir Velta <100 m.kr. 95.000      
Velta 100-500 m.kr.     147.000    
Velta 500-1000 m.kr.        200.000  
Velta >1 M.kr.         252.000
Samtök í atvinnulífi Velta < 100 m.kr. 95.000      
Velta 100-500 m.kr.    147.000    
Velta 500-1000 m kr.        200.000  
Velta > 1 M.kr.         252.000
Félög einstaklinga Félagsmenn færri en 500 95.000      
Félagsmenn fleiri en 500     147.000    

 

Sækja um aðild að Staðlaráði

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja