Nýr íslenskur staðall um heilbrigði og öryggi á vinnustað 03.11.20

IST ISO 45001

Alþjóðlegur staðall um heilbrigði og öryggi á vinnustað hefur verið staðfestur sem íslenskur staðall og gefinn út í íslenskri þýðingu. Fullt heiti íslensku útgáfunnar er ÍST ISO 45001:2018 Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað - Kröfur ásamt leiðsögn um notkun. Texti staðalsins er bæði á íslensku og ensku.

Staðallinn er byggður upp eins og aðrir alþjóðlegir stjórnunarkerfistaðlar á borð við til dæmis ISO 9001, ISO 14001, og ISO/IEC 27001. Fyrirtækjum sem hafa komið sér upp stjórnunarkerfum samkvæmt einhverjum þeirra staðla mun því reynast handhægt að flétta ÍST ISO 45001 við þau.

Í viðtali við forsvarsmenn vinnuhópsins sem hafði umsjón með gerð staðalsins kemur fram að þeir reikna með að flest fyrirtæki muni nota hann til að efla heilbrigði og öryggi á vinnustað án þess endilega að sækjast eftir formlegri vottun. Þótt vottun kunni að að vera eftirsóknarverð í mörgum tilfellum þá sé hún ekki skilyrði fyrir því að nýta til hagsbóta fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess, og reyndar samfélagið í heild.

 

Sigurður Sigurðsson verkfræðingur, fagstjóri áhættumats hjá Vinnueftirliti ríkisins, skrifaði á liðnu ári grein í Staðlamál um ISO 45001. Sjá hér >>

Staðallinn er fáanlegur í Staðlabúðinni á vef Staðlaráðs:

IST ISO 45001:2018 Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað - Kröfur ásamt leiðsögn um notkun >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja