Alþjóðlegi staðladagurinn 14. október 14.10.20

Yinbiao Shu, forseti Alþjóða raftækniráðsins IEC. Eddy Njoroge, forseti Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO. Houlin Zhao, aðalritari Alþjóða fjarskiptasambandsins ITU.

 Yinbiao Shu forseti IEC  Eddy Njoroge forseti ISO  Houlin Zhao ITU

 

Verndun náttúrunnar með stöðlum


Ávarp í tilefni alþjóðlega staðladagsins 2020

Jörðin, viðkvæmur farkostur lífs í óravíddum sólkerfis okkar. Lífið er háð orku sólarinnar en á liðinni öld hefur risavaxin iðnaðarframleiðsla menningar okkar aukið við náttúrulegar gróðurhúsaloft-
tegundir. Áhrifin á loftslagið eru neikvæð og þar með neikvæð fyrir allt líf á jörðu. Á sama tíma gerir ör þéttbýlismyndun og fólksfjölgun knýjandi að nýta af ábyrgð takmarkaðar auðlindir.

Til að draga úr neikvæðum áhrifum mannsins á jörðina þarf pólitískan vilja, beinskeyttar aðgerðir og rétt verkfæri. Alþjóðlegir staðlar eru eitt slíkt verkfæri. Staðlar sem unnir eru á vegum alþjóðlegu staðlasamtakanna IEC, ISO og ITU taka mið af þrautreyndum lausnum á tæknilegum úrlausnarefnum. Þeir stuðla að því að dreifa þekkingu og sérfræðikunnáttu, bæði í þróuðum löndum og meðal þróunarríkja. Staðlar ná yfir öll svið orkusparnaðar, vatnsbúskapar og loftgæða. Þeir leggja til staðlað verklag og aðferðir við mælingar. Víðtæk notkun staðla dregur úr umhverfisahrifum iðnaðar og framleiðsluferla, greiðir fyrir endurnýtingu á takmörkuðum auðlindum og bætir orkunýtingu.

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja