Samkeppni um hönnun veggspjalds - Alþjóðlegi staðladagurinn 2020 31.03.20

Alþjóðlegi staðladagurinn er 14. október ár hvert. Að þessu sinni verður dagurinn tileinkaður bláa hnettinum okkar undir yfirskriftinni "Staðlar til varnar jarðkúlunni." Yfirskriftin á ensku er: "Protecting the planet with standards".

WSD 2020 samkeppni

Alþjóðleg samkeppni um hönnun veggspjalds - Vertu með

Þrenn alþjóðleg staðlasamtök standa að staðladeginum. Þau hafa efnt til samkeppni um hönnun veggspjalds fyrir daginn. Peningaverðlaun eru í boði. Veggspjald sem verður fyrir valinu verður notað um víða veröld.

Áhugasamir gætu byrjað á að kynna sér skilaboðin sem verða miðja væntanlegs alþjóðlegs staðladags og síðan sjálfa samkeppnina. Sjá nánar hér >>

Um samkeppnina >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja