Staðall um upplýsingar og skjalastjórn í íslenskri þýðingu 16.05.18

Fyrsti alþjóðlegi staðallinn um skjalastjórn, ISO 15489 Upplýsingar og skjalfesting - skjalastjórn, hlutar 1 og 2 - Almenn atriði og Leiðbeiningar, tók gildi 2001. Hann var þýddur og gefinn út sem íslenskur staðall 2005. Nú hafa báðir hlutar staðalsins frá 2001 verið felldir úr gildi og ný útgafa verið gerð að íslenskum staðli.

Ný og endurskoðuð útgáfa af fyrri hlutanum tók gildi sem alþjóðlegur staðall árið 2016. Þann 15. maí síðastliðinn tók nýja útgáfan gildi sem íslenskur staðall, ÍST ISO 15489-1:2016 Upplýsingar og skjalfesting - skjalastjórn - 1. Hluti: hugmyndir og meginreglur.

Ástæður þess að talið var nauðsynlegt að endurskoða staðalinn eru meðal annars þær að skjalastjórn er nú mun samtvinnaðri og heildstæðari hluti af stjórnun skipulagsheilda en áður var um leið og magn skjala í rafrænu formi fer sífellt vaxandi.

Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, mun fjalla um helstu breytingar sem orðnar eru með nýrri útgáfu staðalsins í næstu Staðlamálum, fréttabréfi Staðlaráðs. Staðlamál koma út síðar í mánuðinum

Áskrift að Staðlamálum er án endurgjalds. Hægt er að óska eftir áskrift hér >>

Áskrift að rafrænu fréttabréfi Staðlaráðs er einnig án endurgjalds. Hægt er að óska eftir áskrift að því hér >>

ÍST ISO 15489-1:2016  Upplýsingar og skjalfesting - skjalastjórn - 1. hluti : Hugmyndir og meginreglur er fáanlegur í Staðlabúðinni. Sjá hér >>

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja