Nýr staðall - ÍST 35 Samningsskilmálar um hönnun og ráðgjöf 16.05.18

Þann 15. maí síðastliðinn kom út endurskoðuð útgáfa af staðlinum ÍST 35 Samningsskilmálar um hönnun og ráðgjöf. Eldri staðall er frá árinu 1992 og var fyrsta útgáfa íslensks staðals sem lagði línurnar um samningsskilmála milli verkkaupa og ráðgjafa um hönnun og ráðgjöf. 

Miklar breytingar hafa orðið á flestum sviðum síðan 1992, eins og gefur að skilja. Þar á meðal breytingar á aðferðum og hugtakanotkun. Annað sem þrýsti á um endurskoðun staðalsins, sérstaklega frá hendi ráðgjafa, var að verkfræðistofur fóru að vinna að verkefnum erlendis og kynntust þá öðru og nýrra staðlaumhverfi.

Rögnvaldur Gunnarsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, mun fjalla um helstu breytingar sem orðnar eru með nýrri útgáfu staðalsins í næstu Staðlamálum, fréttabréfi Staðlaráðs. Staðlamál koma út síðar í mánuðinum

Áskrift að Staðlamálum er án endurgjalds. Hægt er að óska eftir áskrift hér >>

Áskrift að rafrænu fréttabréfi Staðlaráðs er einnig án endurgjalds. Hægt er að óska eftir áskrift að því hér >>

ÍST 35:2018   Samningsskilmálar um hönnun og ráðgjöf er fáanlegur í Staðlabúðinni. Sjá hér >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja