Nýir staðlar um upplýsingaöryggi 26.04.17

Þrír staðlar um upplýsingaöryggi voru staðfestir sem íslenskir staðlar á sumardaginn fyrsta, 20. apríl síðastliðinn. Að uppruna eru staðlarnir frá alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO og IEC, þekktir úr 27000-staðlaröðinni, sem svo er kölluð.

Staðlarnir voru teknir upp sem Evrópustaðlar og þar með gerðir að íslenskum stöðlum. Þeir eru eftirfarandi:

  • ÍST EN ISO/IEC 27000:2017 Upplýsingatækni - Öryggisaðferðir - Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi - Yfirlit og orðaforði
  • ÍST EN ISO/IEC 27001:2017 Upplýsingatækni - Öryggisaðferðir - Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi - Kröfur
  • ÍST EN ISO/IEC 27002:2017 Upplýsingatækni - Öryggisaðferðir - Starfsvenjur fyrir upplýsingaöryggisstýringar

Íslenskar útgáfur staðlanna eru bæði á íslensku og ensku, og fáanlegar í Staðlabúðinni á vef Staðlaráðs. Einnig má senda pantanir á sala@stadlar.is.


Hér má sjá sýnishorn úr stöðlunum þremur:

ÍST EN ISO/IEC 27000:2017 >>

ÍST EN ISO/IEC 27001:2017 >>

ÍST EN ISO/IEC 27002:2017 >>


Ekki er sjálfgefið að evrópskir staðlar, sem gerðir eru að íslenskum stöðlum, séu þýddir á íslensku. Eftirtalin fyrirtæki og stofnanir styrktu íslenska þýðingu staðlanna þriggja, og kann Staðlaráð þeim bestu þakkir fyrir:

Advania, Borgun, Capacent, Fjármálaeftirlitið, Íslandsbanki, Landhelgisgæsla Íslands, Landsbankinn, Landslög, Landsspítali, Nasdaq verðbréfamiðstöð hf, Netorka hf, Nova, Opin kerfi hf, Orkufjarskipti, Orkuveita Reykjavíkur, Persónuvernd, Reykjavíkurborg, Ríkisskattstjóri, Síminn, Sjóvá, Tollstjóri, Tryggingamiðstöðin, Veritas Capital, Vodafone, Þekking hf, Þjóðskrá Íslands.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja