Væntanlegar þýðingar á stöðlum 27.09.16

Á vegum Staðlaráðs er jafnan unnið að íslenskum þýðingum á einstaka stöðlum. Þar eru mest áberandi alþjóðlegir staðlar sem gerðir hafa verið að íslenskum stöðlum, eða til stendur að gera að íslenskum stöðlum. Þess eru einnig dæmi að séríslenskir staðlar séu þýddir á ensku.
Væntanlegar þýðingar

Þýðingar um sértæk efni eru tímafrekar og erfitt getur reynst að áætla nákvæmlega hve langan tíma þær taka. Þýðingar á eftirtöldum stöðlum munu þó væntanlega verða gefnar út um eða upp úr næstu áramótum:

  • ÍST INSTA 800 Gæði ræstinga - Kerfi fyrir mat og flokkun á gæðum ræstinga
  • ÍST EN ISO 9001 Gæðastjórnunarkerfi - Kröfur
  • ÍST EN ISO 9000 Gæðastjórnunarkerfi - Grunnatriði og íðorðasafn
  • ÍST ISO/IEC 27001 Upplýsingatækni - Öryggisaðferðir - Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi - Kröfur
  • ÍST ISO/IEC 27002 Upplýsingatækni - Öryggisaðferðir - Starfsvenjur fyrir upplýsingaöryggisstýringar
  • ÍST ISO/IEC 27000 Upplýsingatækni - Öryggisaðferðir - Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi - Yfirlit og orðaforði

Undirbúningur er hafinn við að þýða tvo séríslenska staðla yfir á ensku:

ÍST 30 Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir
ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar

Engar fjárveitingar eru ætlaðar Staðlaráði vegna þýðinga, en til að kosta þær er oftast leitað eftir stuðningi þeirra sem vilja fá tiltekna staðla þýdda og telja sig hafa hag af þýðingu þeirra. Þeir sem njóta þýðinganna eru svo auðvitað miklu fleiri en þeir sem standa straum af kostnaðinum. Þá eru ótalin þau verðmæti sem þýðingar á stöðlum um sértæk efni skila íslenskri tungu. Þýðingar á stöðlum eru venjulega tvítyngdar, þannig að íslenska og enska standa hlið við hlið.

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja