Ráðstefna 11. október: ISO 9001:2015 og framtíðin 27.09.16

Vert er að vekja athygli á ráðstefnu um gæðastjórnun samkvæmt ISO 9001, sem haldin verður 11. október næstkomandi á Hótel Natura, Reykjavík. Aðalfyrirlesari verður dr. Nigel Croft. Hann mun fjalla um nýja útgáfu staðalsins ISO 9001, stöðu gæðastjórnunar og það sem er framundan á sviði gæðastjórnunar og stöðlunar.

Dr. Croft hefur verið virkur í starfi Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO í yfir 20 ár. Verkefni hans hafa snúist þróun staðla um gæðastjórnun, og frá árinu 2010 hefur hann verið formaður nefndarinnar ISO/TC176/SC2, sem ber meginábyrgð á staðlinum ISO 9001. 

Daginn eftir ráðstefnuna, 12. október, verður boðið upp á námskeið þar sem dr. Croft mun fjalla um hugmyndafræðina sem liggur að baki nýjustu útgáfum hinna ýmsu stjórnunarkerfisstaðla (e. Mangagement systems standards).

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og námskeiðið er að finna á vef ráðstefnuhaldara: brennidepill.is
 
   

 

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja