Námskeið 29. september - Stjórnun upplýsingaöryggis 16.09.16

Á vef Staðlaráðs er hægt að setja nafn og tölvupóst á póstlista og fá tilkynningu þegar skráning hefst á hvert námskeið um sig. Sérstök athygli er vakin á nýju námskeiði um áhættustjórnun með hliðsjón af staðlinum ISO 31000, sem verður í desember.

 

NÁMSKEIÐ fimmtudag 29. september:

Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001 - Lykilatriði, uppbygging og notkun

MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS er að þátttakendur geti gert grein fyrir lykilatriðum staðlanna ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis í fyrirtækjum og stofnunum.

Nánari upplýsingar og skráning >>


Önnur námskeið Staðlaráðs - Haustönn 2016

13. október:
ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir - Lykilatriði, uppbygging og notkun

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og uppbyggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000 röðinni og þekki hvernig hægt er að beita þeim við að koma á og viðhalda gæðastjórnunarkerfi.

Nánari upplýsingar >>


3. nóvember:
Innri úttektir með hliðsjón af ISO 19011

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur skilji til hlítar tilgang og ferli innri úttekta á stjórnunarkerfum með hliðsjón af ISO 19011, geti gert grein fyrir mikilvægustu atriðum slíkra úttekta og séu að loknu námskeiðinu færir um að framkvæma innri úttekt í samvinnu við reyndan úttektarmann.

Nánari upplýsingar >>


23. nóvember:
CE merking véla - hvað þarf að gera og hvernig?

Námskeið fyrir framleiðendur og innflytjendur véla. Markmiðið er að þátttakendur verði færir um að greina hvort vörur falli undir vélatilskipun ESB og læri hvernig á að CE-merkja slíkar vörur.

Nánari upplýsingar >>


8. desember:
Áhættustjórnun með hliðsjón af ISO 31000 - NÝTT!

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki uppbyggingu ISO 31000 og geti beitt staðlinum við að gera ramma fyrir áhættustjórnun og við áhættumat. - Nánari upplýsingar síðar.

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja