Ráðherra í heimsókn 28.07.16

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar - og viðskiptaráðherra, heimsótti Staðlaráð á dögunum. Ráðherrann kynnti sér starfsemi Staðlaráðs ásamt ráðuneytisfólki. Heimsóknin var mjög ánægjuleg.

Að heimsókn lokinni var Ragnheiður leyst út með gjöf frá Staðlaráði, staðli um samfélagslega ábyrgð. Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, afhenti ráðherranum staðalinn, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Um er að ræða alþjóðlegan staðal sem þýddur var á íslensku og staðfestur sem íslenskur staðall. Heiti hans er ÍST ISO 26000:2010 Leiðbeiningar um samfélagslega ábyrgð.

Ragnheidur Elin og Gudrun

Ragnheiður Elín Árnadóttir og Guðrún Rögnvaldardóttir.

   

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja