Fjölsóttur fundur um varmatap húsa 11.03.16

Byggingarstaðlaráð (BSTR) hélt kynningarfund þann 10 mars um frumvarpið frÍST 66 Varmatap húsa - Útreikningur. Fundurinn fór fram í húsakynnum Verk- og tæknifræðinga að Engjateigi 9 í Reykjavík.

Ritari BSTR, Arngrímur Blöndahl, rakti aðdraganda frumvarpsins og starf vinnuhópsins. Björn Marteinsson hjá Nýsköðunarmiðstöð fjallaði síðan um innihald frumvarpsins. 

frÍST 66 Varmatap húsa - Útreikningur er frumvarp að 2. útgáfu staðalsins ÍST 66:2008. Frumvarpið hefur verið augýst til umsagnar og lýkur umsagnarfresti 14. mars 2016.

Væntanleg 2. útgáfa staðalsins mun innihalda danska staðalinn DS 418:2011 Beregning af bygningers varmetab og íslensk sérákvæði og viðauka við hann. DS 418 vísar til viðeigandi evrópskra staðla og myndar því umgjörð um evrópsku staðlana sem gefnir hafa verið út.

Bjorn Marteinsson ist66 

 Björn Marteinsson hjá Nýsköpunarmiðstöð.

   

 

 

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja