Staðlar - Sameiginlegt tungumál heimsins 14.10.15

Ávarp forseta IEC, forseta ISO og framkvæmdastjóra ITU í tilefni Alþjóðlega staðladagsins 14. október 2015.

Staðlar - sameiginlegt tungumál heimsins

Ímyndaðu þér heim þar sem greiðslukortið þitt passar ekki í alla posa eða þar sem þú getur ekki skroppið út í búð og keypt ljósaperu sem passar í lampann þinn. Í myndaðu þér heim án internetsins, heim þar sem væru engin landsnúmer fyrir síma eða númer til að auðkenna lönd og gjaldmiðla. Hvernig gætir þú vitað frá hvaða landi væri hringt eða hvernig þú ættir að hringja til annarra landa? Ef við hefðum ekki staðla, þá væru samskipti milli fólks, samhæfing véla, vara og vöruhluta miklum erfiðleikum háð.

 Nomura forseti iec  Xiaogang forseti iso  Zhao framkvaemdastjori itu

Dr. Junji Nomura,
forseti IEC.

Zhang Xiaogang,
forseti ISO.

Houlin Zhao,
framkvæmdastjóri ITU.

 

Grafíst merki koma til dæmis mikilvægum upplýsingum á framfæri á fljótlegan og einfaldan máta, burtséð frá því hvaða tungumál  við tölum eða lesum. Það geta verið merki á fötum um meðferð og þvott, skilti um flóttaleiðir við neyðarrýmingu eða leiðbeiningarmerki á raftækjum. En ef allir notuðu sín eigin merki til að tákna það sama, þá myndu þau ekki ná tilgangi sínum!

Tæknin þarf einnig á stöðlum að halda til samskipta. Hefur þú velt því fyrir þér hvernig tölvan þín getur sent skjöl til prentara sem er frá öðrum framleiðanda? Í stöðlum eru settar almennar grunnreglur og gildi þannig að vörur geti unnið saman. Stöðluð skráarsnið eins og MPEG og JPEG gera þér kleift að deila myndum og myndböndum til fjölskyldu og vina sem nota búnað frá mismunandi framleiðendum.

Hugsaðu þér hvað það væri erfitt að panta vörur og hluti frá alþjóðlegum dreifingarfyrirtækjum ef við hefðum ekki staðlaðar mælieiningar. "Small", "Medium", "Large" hafa mismunandi þýðingu í huga fólks.

Staðlar eru ekki aðeins til hagsbóta í verslun heldur auðvelda þeir fólki um allan heim að vinna saman. Alþjóðlegir staðlar eru eins og Rósettusteinn í heimi tækninnar. Þeir eru grunnforsenda þess að tæki geti unnið snurðulaust saman og að fólk geti á auðveld samskipti sín á milli. Þegar staðlar eru fyrir hendi, þá virka hlutirnir einfaldlega. En ef þeir eru ekki fyrir hendi þá tökum við strax eftir því. Í heimi án staðla yrðu daglegar athafnir okkar á borð við að hringja í síma, vafra á netinu og nota greiðslukort á ferðalögum, mjög flóknar og nánast óframkvæmanlegar. 

------------------

Myndband í tilefni dagsins. Sjá hér >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja