Samkomulag um opinbera birtingu og vöktun - Samhæfðir staðlar fyrir byggingarvörur 29.10.15

Á alþjóðlega staðladaginn 14. október síðastliðinn opnaði Staðlaráð nýjan vef um samhæfða staðla fyrir byggingarvörur. Með væntanlegri reglugerð og samningi við Mannvirkjastofnun sem var undirritaður á dögunum mun vefurinn verða vettvangur fyrir opinbera birtingu þessara staðla. Umræddir staðlar eru skjöl sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Lögin eru íslensk innleiðing á reglugerð ESB nr. 305/2011. - Sjá nýja vefinn hér >>

 Undirritun samnings vid Mannvirkjastofnun
Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs
og Björn Karlsson, forstjóri mannvirkja
stofnunar, handsala
samning um vöktun og birtingu á samhæfðum stöðlum
fyrir byggingarvörur. 

 

Hægt að stórbæta þjónustu

Vefurinn er ekki eingöngu hugsaður til þess að uppfylla skyldu um opinbera birtingu staðla sem heyra undir vörutilskipun ESB um byggingarvörur. Með vefnum vilja Staðlaráð, Umhverfisráðuneyti og Mannvirkjastofnun ennfremur bæta þjónustu við þá sem þurfa að CE-merkja byggingarvörur eða styðjast við samhæfða íslenska staðla fyrir byggingarvörur með einhverjum hætti.


Staðlar sem heyra undir aðrar vörutilskipanir ESB eru ekki vaktaðir og birtir með sama hætti af Staðlaráði, þar sem slík opinber birting er á höndum annarra en Staðlaráðs. Hins vegar er það von Staðlaráðs að fleiri stofnanir sem ábyrgar eru fyrir vörutilskipunum ESB fari að dæmi Mannvirkjastofnunar og semji við Staðlaráð um vöktun og birtingu á þeim stöðlum sem undir tilskipanirnar heyra. Þannig er hægt að stórbæta þjónustu við notendur staðlanna.

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja