Opnun á nýjum vef - Samhæfðir staðlar fyrir byggingarvörur 14.10.15

Staðlaráð opnaði í dag, í tilefni Alþjóðlega staðladagsins 14. október, nýjan vef um samhæfða íslenska staðla fyrir byggingarvörur. Með væntanlegri reglugerð og samningi við Mannvirkjastofnun mun vefurinn verða vettvangur fyrir opinbera birtingu á listum yfir samhæfða evrópska staðla um byggingarvörur, sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Umrædd lög eru íslensk innleiðing á reglugerð ESB nr. 305/2011.

Vefurinn er einnig hugsaður sem verkfæri fyrir þá sem þurfa CE-merkja byggingarvörur eða styðjast við samhæfða íslenska staðla fyrir byggingarvörur með einhverjum hætti. - Sjón er sögu ríkari. Sjá hér >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja