ISO 9001 - Nýja útgáfan! 23.09.15

Þann 23. september síðastliðinn tók gildi ný útgáfa alþjóðlega gæðstjórnunarstaðalsins ISO 9001 Gæðastjórnunarkerfi - Kröfur. Þar með er lokið endurskoðun sem tekið hefur sérfræðinga frá 95 aðildarlöndum Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO ríflega þrjú ár.

Yfir 1,1 milljón vottanir samkvæmt ISO 9001 hafa verið gefnar út í heiminum. Þeim er ætlað að auðvelda fyrirtækjum að sýna viðskiptavinum sínum fram á að gæði þeirrar vöru og þjónusta sem þau framleiða og veita séu stöðug. Vottunum samkvæmt staðlinum er einng ætlað að gera verkferla fyrirtækja einfaldari og skilvirkari.

"ISO 9001 gerir fyrirtækjum betur kleift að laga sig að breyttum aðstæðum. Staðallinn eykur getu fyrirtækja til að uppfylla óskir viðskiptavina og leggja traustan grunn að vexti og viðvarandi árangri, segir starfandi forseti ISO, Kevin Mckinley.

Að sögn Nigel Crofts, formanns vinnunefndarinnar sem hefur þróað og endurskoðað staðalinn, þá er hér frekar um að ræða þróun en byltingu.

"Við erum bara að laga ISO 9001 betur að 21. öldinni. Í fyrstu útgáfum ISO 9001 var lögð töluverð áhersla á fyrirmæli, með mörgum kröfum um skráðar verklagsreglur og skrár. Í útgáfunum frá árinu 2000 og 2008 einbeittum við okkur meira að stjórnun ferla, en lögðum minna upp úr skjalfestingu. Nú höfum við gengið skrefinu lengra. Í ISO 9001:2015 er jafnvel enn minna um fyrirmæli en í fyrri útgáfum, en meiri áhersla á frammistöðu. Okkur tókst þetta með því að tvinna saman ferlisnálgun og hugmyndafræði áhættustjórnunar, ásamt því að nota umbótahringrásina, skipuleggja - gera -athuga/skoða - fylgja eftir (e. PLAN - DO - CHECK - ACT), á öllum sviðum fyrirtækisins.

Þar sem við vitum að fyrirtæki í dag styðjast við fleiri stjórnunarkerfisstaðla, þá höfum við gert útgáfuna árið 2015 þannig úr garði að hana megi auðveldlega fella inn í önnur stjórnunarkerfi. Nýja útgáfan þjónar einnig sem grunnur fyrir gæðastaðla sem bundnir eru tilteknum geirum atvinnulífsins (bílaiðnaði, flugvélaiðnaði, lækningatækjaiðnaði), og tekur mið af þörfum eftirlitsstofnanna."


ISO 9001:2015 er fáanlegur í Staðlabúðinni á vef Staðlaráðs. Sjá hér >>

Væntanlega verður íslensk þýðing og útgáfa staðalsins fáanleg um eða eftir næstu áramót.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja