Jarðtenging háspennuverkja - Íslensk þýðing 28.08.15

Út er komin íslensk þýðing á staðlinum ÍST EN 50522 Jarðbinding háspennuvirkja. Staðallinn kemur í stað ÍST 170 Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV, ásamt staðlinum ÍST EN 61936-1 Power installations exceeding 1 kV a.c. - Part 1: Common rules.

ÍST EN 50522:2010 og ÍST EN 61936-1:2010 eru fáanlegir í Staðlabúðinni >>

Í umfangi staðalsins ÍST EN 50522 Jarðbinding háspennuvirkja, segir eftirfarandi:

Þessi evrópski staðall tilgreinir kröfur um hönnun og byggingu jarðtengikerfa raforkuvirkja, í kerfum með riðspennu að nafngildi yfir 1 kV og máltíðni allt að 60 Hz, svo að öryggi þeirra sé tryggt og þau gegni truflunarlaust hlutverki sínu við tilætlaða notkun.

Raforkuvirki, samkvæmt þessum staðli, er eitt af eftirtöldu:

a) Stöð, aðveitustöð, dreifistöð, tengivirki (þar með talið tengivirki fyrir aflgjafa járnbrautar).

b) Raforkuvirki á möstrum, staurum og turnum. Rofbúnaður og/eða spennubreytir sem staðsettur er fyrir utan lokað virkjasvæði.

c) Aflstöð, orkuver, rafstöð (ein eða fleiri) á sama, takmarkaða svæðinu. Í virkinu eru rafalar og spennubreytar ásamt öllum tengivirkjum, sem fylgja, og öllum rafmagnshjálparkerfum. Tengingar við aflstöðvar á öðrum svæðum eru undanskildar.

d) Rafmagnskerfi í verksmiðju, iðjuveri eða á öðru iðnaðar-, landbúnaðar-, viðskipta- eða opinberu athafnasvæði.

 

Í raforkuvirkjum getur m.a. verið eftirtalinn búnaður:

- snúðvélar

- rofbúnaður;

- spennubreytar og skammhlaupsspanöld;

- umriðlar;

- strengir og taugar;

- lagnakerfi;

- rafgeymar; - þéttar;

- jarðtengikerfi;

- hús og girðingar sem eru hluti lokaðs virkjasvæðis;

- tilheyrandi verndar-, stýri- og hjálparkerfi;

- stórt loftkjarnaspanald.


ATHUGASEMD: Almennt hefur staðall um búnað forgang yfir þennan staðal.

 

Evrópustaðall þessi nær ekki til hönnunar og byggingar jarðtengikerfa fyrir eftirfarandi:

- loftlína og jarðstrengja milli aðskilinna virkja;

- rafmagnsjárnbrauta;

- námubúnaðar og

-virkja;

- flúrlampavirkja;

- virkja á skipum og borpöllum á rúmsjó;

- rafstöðubúnaðar (t.d. rafútfellingarbúnaðar);

- prófunarstaða og -svæða

- lækningabúnaðar, t.d. röntgentækja til lækninga.

 

Evrópustaðall þessi nær ekki til þeirra krafna sem gerðar eru varðandi vinnu við spennuhafa hluti á raforkuvirkjum.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja