Atvinnulífs- og iðnaðartúrismi - Nýr alþjóðlegur staðall 28.07.15

ISO 13810 er nýr alþjóðlegur staðall ætlaður opinberum fyrirtækjum jafnt og einkareknum, sem vilja bjóða ferðamönnum að skoða og fræðast um starfsemi sína. Í staðlinum er leiðbeint um grundvallaratriði sem fyrirtæki þurfa að huga að þegar þau taka á móti ferðamönnum. Leiðbeiningarnar nýtast bæði þeim fyrirtækjum sem eru á byrjunarreit og þeim sem þegar hafa haslað sér völl í ferðaþjónustu af þessu tagi.

iso 13810 

Staðallinn fæst í Staðlabúðinni >>

Nánari upplýsingar um staðalinn má finna á heimasíðu Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO >>


Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja