ÍST INSTA 500-1 - Skráning slysa í fólkslyftum 10.03.15

Í lok janúar síðastliðinn tók gildi sem íslenskur staðall ÍST INSTA 500-1 Slysaskráningarkerfi fyrir lyftur, rúllustiga og færibönd fyrir gangandi umferð. Staðallinn er gerður af svonefndri INSTA lift group, INSTA M HISS, sem samanstendur af opinberum aðilum, tilkynntum aðilum og lyftufyrirtækjum (eftirlitsaðilum, þjónustuaðilum) á Norðurlöndum. Stefnt er að því að staðallinn verð gefinn út á öllum Norðurlöndum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Nýtist öllum
Í staðlinum eru tilgreindar samræmdar aðferðir við lýsingar og skráningu upplýsinga um atvik, slys og næstum því slys í lyftum og rennistigum. Staðallinn gildir um lyftur sem falla undir reglugerð um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur nr. 341/2003 og reglugerð um vélar og tæknilegan búnað nr.1005/2009.

Magnus Gudmundsson

Með þessari aðferð við skráningu verður hægt að bera saman og meta upplýsingar um atvik, slys og næstum því slys í lyftubúnaði eins og skilgreint er í staðlinum.

Staðallinn nýtist öllum við skráningu atvika slysa og næstum því slysa sem verða við lyftur og rennistiga, t.d. framleiðendum lyftna og rennistiga, þjónustuaðilum lyftna og rennistiga, eigendum bygginga og opinberum aðilum.

ÍST INSTA 500-1 kemur að góðu gagni við að uppfylla skilyrði í reglugerð ESB nr. 556/2013 um markaðseftirlit, faggildingu o.fl. Staðallinn mun auðvelda að innleiða viðeigandi ráðstafanir vegna slysahættu af lyftum til fólksflutninga.

Magnús Guðmundsson, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja