Norræn samvinna á sviði stöðlunar 02.09.14

Byggingarstaðlaráð er þátttakandi í norrænu verkefni sem kallast The Nordic region as Standard Maker.

Verkefninu er skipt upp í þrjú undirverkefni:

  • Vistvænar endurbætur bygginga / Sustainable renovation of existing buildings 
  • Innivist bygginga og stöðlun á valkvæðri flokkun / Indoor Climate & voluntary classification standards
  • Evrópureglur í nánustu framtíð um byggingarvörur og yfirlýsingu byggingarvara / Future EU regulation on product and building declarations

Starfandi eru norrænir vinnuhópar um hvert verkefni. Þeir sem hagsmuna eiga að gæta í aðildarlöndunum hafa miðlað af sinni reynslu og lagt sitt af mörkum við að efla samræmingu í byggingartengdri staðlagerð á Norðurlöndum, og um leið lagt til efni í framtíðarvinnu við evrópska staðlagerð á byggingarsviði.

Fulltrúar Íslands í öllum vinnuhópunum eru Jón Sigurjónsson og Björn Marteinsson, hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Arngrímur Blöndahl, ritari BSTR, situr í stýrihóp verkefnisins.

Verkefninu var komið á fót af Norrænu ráðherranefndinni og er stutt fjárhagslega af Norræna nýsköpunarsjóðnum.

Nú liggja fyrir drög að niðurstöðum allra vinnuhópanna, og eru drögin til kynningar og umsagnar á heimasíðu Norræna nýsköpunarsjóðsins. Þar má finna efni um tilgang hvers verkefnis, drög að niðurstöðum og eyðublöð fyrir mögulegar ábendingar. Sjá heimasíðu Norden / Nordic Innovation.

Umsagnarfrestur er til 11. október 2014. Þeir sem hagsmuna eiga að gæta á Íslandi eru hvattir til að kynna sér gögnin og koma með ábendingar sem kunna að varða íslenska hagsmuni eða eru til þess fallnar að bæta efnið.

Undirritaður veitir allar frekari upplýsingar í síma 520 7150, eða í gegnum tölvupóst: arngrimur@stadlar.is

Arngrímur Blöndahl
Ritari Byggingarstaðlaráðs

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja