Nýsköpunartorg 23. og 24. maí 22.05.14

Nýsköpunartorgið verður í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og 24 maí. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs.

Fjögur spennandi erindi frá Staðlaráði

Á vegum Staðlaráðs Íslands verða flutt fjögur erindi.

Föstudagur 23. maí: 

  • kl. 10:10 CE-merking - fjallað um CE-merkið og þýðingu þess fyrir framleiðendur vöru.
     
  • kl. 10:10 Orkustjórnun í fyrirtækjum - Dæmisögur
     
  • kl. 14:10 Rafræn viðskipti

Laugardagur 24. maí:

  • kl. 13:30 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Nánari upplýsingar um Nýsköpunartorgið er að finna hér >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja