Fróðlegur aðalfundur BSTR 14.05.14

Aðalfundur _bstr _2014-5

Mynd: Jón Sigurðsson, formaður BSTR.

Aðalfundur BSTR fór fram 30. maí síðastliðinn í húsakynnum Verkís. Fundurinn var ágætlega sóttur. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru flutt tvö erindi á fundinum. Egill Viðarsson, viðskiptastjóri og verkfræðingur hjá Verkís, kynnti útrás fyrirtækisins til Noregs. Hann fór yfir þróun og umfang starfseminnar í Noregi auk þess sem hann kynnti nokkur verkefni sem Verkís vinnur að í landinu. Fram kom í máli Egils,  að Norðmenn notuðu kerfisbundið norska staðla við alla þætti samningagerðar. Taldi hann að Íslendingar gætu lært af þeim varðandi stöðlun einstakra samninga. Ennfremur kom fram að norskt "regluverk" í tengslum við mannvirkjagerð væri ítarlegra en við ættum að venjast hér á landi. 

Kristján Ásgeirsson hjá Alark arkitektum kynnti skipulagstillögu á Hlíðarendasvæðinu í máli og myndum. Tillagan gerir ráð fyrir samþættingu á íþróttasvæði Vals og nýrri byggð íbúða og þjónusturýma. Íbúðahlutinn skiptist upp í almennar íbúðir og íbúðir fyrir stúdenta. Tillagan tekur mið af skipulagákvæðum fyrir svæðið, sem gera ráð fyrir miklum fjölbreytileika í hönnun húsa. Einnig má segja að tillagan hafi á sér vistvænan blæ í tengslum við sorphirðu, útivist og samgöngur.

Fundargerð aðalfundar BSTR 2014 >>


Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja