Staðlabúðin - Vaktað Staðlasafn 26.02.14

Ein helsta nýjungin í nýrri vefverslun Staðlaráðs, Staðlabúðinni, er vaktað staðlasafn. Í

Vaktad _Stadlasafn grundvallaratriðum gengur vaktað staðlasafn út á það, að staðlar bætast sjálfvirkt við staðlasafn notanda ("Staðlasafnið þitt") um leið og gengið er frá kaupum í Staðlabúðinni. Notandi fær síðan tilkynningu í tölvupósti þegar breytingar verða sem varða tiltekið skjal eða staðal. Hægt er að afþakka vöktunina.

Notandi ræður ferð
Vöktun staðla er sjálfvirk, en notandi getur hagað vöktun einstakra staðla með mismunandi hætti með stillingum í staðlasafni sínu, "Staðlasafnið mitt". Full vöktun felst í því að notandi fær tilkynningu þegar ný útgáfa vaktaðs staðals tekur gildi, þegar viðbót við staðalinn kemur út og þegar nýtt frumvarp að staðlinum er auglýst. Einnig þegar staðallinn er felldur niður.

Notandi ákveður sjálfur hvernig hann bregst við tilkynningum um breytingar, hvort hann kaupir t.d. frumvarp eða nýja útgáfu tiltekins staðals sem er vaktaður eða ekki. Staða skjala í staðlasafni notanda er táknuð með mismunandi litum. Staðall í gildi með grænu, frumvarp með gulu og niðurfelldur staðall með rauðu.
Ráðlegt er að haga vöktun þannig, að maður fái tilkynningu að minnsta kosti þegar ný útgáfa tekur gildi og þegar viðbætur eru gefnar út.

Að vakta valin skjöl
Hægt er að bæta stöðlum og frumvörpum úr Staðlabúðinni í staðlasafnið og vakta, án þess að kaupa (hnappurinn "Vakta" birtist við skjal í niðurstöðu leitar). Þannig er t.d. hægt að vakta frumvarp og fá tilkynningu þegar það tekur gildi sem staðall. Á sama hátt er hægt að bæta í staðlasafnið og vakta staðla sem þegar hafa verið keyptir. Vöktunin nær til staðla og annarra normskjala, svo sem tækniskýrslna (TR), tækniforskrifta (TS) og frumvarpa.

Full vöktun á eingöngu við íslenska og evrópska staðla. Staðlar sem eru eingöngu frá IEC eða ISO eru vaktaðir þannig að aðeins er látið vita þegar ný viðbót tekur gildi, ný útgáfa eða þegar staðallinn er felldur niður. Frumvörp staðla frá ISO og IEC eru ekki vöktuð.
Í Staðlatíðindum eru auglýstir nýir íslenskir staðlar, frumvörp að íslenskum stöðlum og niðurfelldir íslenskir staðlar. Áskrift að Staðlatíðindum er góð viðbót við vaktað staðlasafn. Hægt er að gerast áskrifandi að Staðlatíðindum á heimasíðu Staðlaráðs, www.stadlar.is. Áskriftin er ókeypis.
ATH! Vöktun staðla er á ábyrgð notanda. Staðlaráð verður ekki gert ábyrgt fyrir vöktuninni. Notandi ætti ávallt að fullvissa sig um að hann styðjist við gildandi staðla. Það er hægt með því að hringja í Staðlaráð eða leita eftir viðeigandi stöðlum í leitarvél Staðlabúðarinnar.

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja