Rafrænir reikningar - Mikill sparnaður 26.02.14

Í nýlegri frétt á vef fjármálaráðuneytisins segir meðal annars:

"Ætla má að um 500 milljónir geti sparast með notkun rafrænna reikninga hjá ríkinu, en frá og með 1. janúar 2015 mun ríkið einungis taka við rafrænum reikningum. [...]
Árlega berast ríkinu yfr 500 þúsund reikningar og í dag eru hátt í 30% þeirra rafrænir. Reynsla annarra þjóða sýnir að með rafrænum reikningum sparast að minnsta kosti 1.000 krónur fyrir hvern reikning. Mörg fyrirtæki hafa þegar sett sér markmið um að allir reikningar þeirra verði rafrænir og ljóst að atvinnulífið nýtur hagræðis af verkefninu á við ríkið. [...]
Sérstaklega var hugað að hagsmunum lítilla fyrirtækja og einstaklinga. Tryggt hefur verið að slíkir aðilar geti nýtt sér tæknilausnir til hagræðingar og einnig að krafa ríkisins valdi þeim ekki óþarfa kostnaði."

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja