27000-staðlarnir - Forsala á íslenskum þýðingum 05.02.14

Þau merku tímamót urðu í lok september 2013, að Alþjóða staðlasamtökin (ISO) og Alþjóða raftækniráðið (IEC) sendu frá sér nýja útgáfu af hinum vinsælu og útbreiddu upplýsingaöryggisstöðlum ISO/IEC 27001, um stjórnun upplýsingaöryggis, og ISO/IEC 27002, um starfsvenjur fyrir stjórnun upplýsingaöryggis. Staðlarnir byggja á skilgreiningum hugtaka í staðlinum ISO/IEC 27000, sem kom út í janúar 2014.

Ákveðið hefur verið að bjóða þýddar útgáfur staðlanna í forsölu til að fjármagna þýðingu þeirra. Það væri ánægjulegt og upplýsingatækninni til framdráttar að geta boðið upp á staðlana í íslenskri þýðingu. 

  • Staðlarnir þrír kosta óþýddir um 67.522 kr settið, og eru nú boðnir þýddir á sama verði í forsölu.
  • Innifalinn er lesaðgangur að ensku stöðlunum þar til íslensku staðlarnir hafa verið gefnir út. 
  • Þeir sem kaupa fleiri en 10 sett fá 20% afslátt.
     
  • Listi yfir þá sem styrkja þýðingu staðlanna verður birtur í stöðlunum.

Hægt er að skrá sig fyrir kaupum á stöðlunum  hér >>

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja