Staðall um úttektir stjórnunarkerfa - ISO 19011 03.12.12

Til að tryggja að gæðastjórnunar-kerfið sé ávallt í takt við þá starfsemi sem fram fer í fyrirtækinu er nauðsynlegt að vakta kerfið og meta reglulega hvort það uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þess og virki á tilætlaðan hátt. Vöktunin fer meðal annars fram með úttektum. Staðallinn ISO 19011 Guidelines for auditing management systems felur í sér leiðbeiningar um slíkar úttektir. Sveinn1

Almennari leiðbeiningar
Eldri útgáfa ISO 19011 var frá árinu 2002. Nauðsynlegt þótti að breikka umfang út-tektar á stjórnunarkerfum með því að gefa út leiðsögn sem væri meira almenns eðlis. Hin nýja útgáfa ISO 19011 tekur mið af þessu og kemur það fram í nýju heiti staðal--sins: "Leiðbeiningar um úttektir stjórnunarkerfa"

Tækifæri til að bæta úttektir
Ný útgáfa ISO 19011 nýtist við að gera hvort sem er innri eða ytri úttektir á hvers-konar stjórnunarkerfum og við stjórnun úttektaráætlana. Í því sambandi má nefna úttektir á heildstæðum samþættum stjórnunarkerfum. Þannig verður mögulegt að taka til dæmis út sem eina heild umhverfis-, gæða- og öryggisstjórnunarkerfi í fyrirtækjum. Ennfremur bætir hin nýja útgáfa við hugtökum eins og mati á áhættu og tilgreinir skýrar hæfni úttektarteyma og einstakra úttektarmanna. Þá er notkun tækni við "fjarúttekir" viðurkennd, og heimilt að taka viðtöl í gegnum fjarfundarbúnað og rýna skrár með hjálp upplýsingatækni, skrár sem eru ekki á úttektarstaðnum.

ISO 19011:2011 gefur úttektarmönnum, fyrir-tækjum sem eru með stjórnunarkerfi og vottunarstofum gott tækifæri til að endurmeta aðferðir sínar og finna leiðir til að gera betri úttektir.

ISO 19011 hentar fyrirtækjum óháð stærð og starfssviði. Staðallinn nýtist opinberum stofnunum, einkafyrirtækjum og samtökum. Notkun ISO 19011 er ekki bundin við tiltekna geira atvinnulífsins og kemur að gagni við að bæta hvers konar úttektarferli.

Ný útgáfa staðalsins er framfaraspor. Sérstaklega skiptir máli að horfa til þess að staðallinn nýtist við að gera heildstæða úttekt á stjórnunarkerfi sem uppfyllir grunnkröfur mismunandi stjórnunarkerfa.

Þörfin fyrir slíka samþættingu úttekta vex hratt enda fyrirtæki í vaxandi mæli að tileinka sér fjölþættari stjórnunarkerfi.

 

Sveinn V. Ólafssson, verkfræðingur.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja